gudnyPrókúra slf var stofnað haustið 2011.

Eigandi félagsins er Guðný Þorbjörg Klemenzdóttir viðskiptafræðingur.

Guðný útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2005 og með meistarapróf í reikningshaldi og endurskoðun frá sama skóla vorið 2009.

Guðný er í raun alin upp í viðskiptum. Fjölskylda hennar keypti félag þegar hún var ung að árum og í uppvextinum vandist hún því að ræða viðskipti við flest tækifæri og hina ýmsu farvegi sem rekstur félaga getur leiðst út í. Allt fram að sölu félagsins 2005 vann hún í fjölskyldurfyrirtækinu með námi og á sumrin og fékk þar að reyna flest það sem snýr að rekstri félags. Eftir að meistaranáminu lauk hóf hún störf hjá Deloitte hf og starfaði þar fram að stofnun Prókúru.

Það má því segja að víðtæk reynsla sé aðalsmerki þjónustunnar sem Prókúra veitir.