Bókhald
Allir sem standa í rekstri vilja vita hvernig gengur. Bókhaldið þarf því að gefa sem raunsannasta mynd af því hvernig staðan er hverju sinni.
Að sjálfsögðu er bókhaldsþjónusta nokkuð sem hægt væri að sleppa og þar með spara ákveðinn kostnað en þegar upp er staðið er samt líklegt að sparnaðurinn sé lítill sem enginn og hugsanlegt að þegar allt er talið með sé í því fólginn aukakostnaður að sjá um þessi mál sjálfur.
Prókúra hefur á að skipa sérmenntuðu fólki í öllu sem lýtur að bókhaldi og reikningsskilum – láttu okkur sjá um bókhaldið og einbeittu þér að rekstrinum – það skilar árangri!
Ársreikningagerð
Ársreikningur fyrirtækis er eitt besta stjórnunartæki sem völ er á. Illa unninn ársreikningur sem byggir jafnvel á illa unnu bókhaldi hefur samt ekkert stjórnunarlegt gildi og er í raun peningasóun.
Það skiptir máli að vanda til verka þegar ársreikningur er unninn og mikilvægt að vinnubrögðin séu öguð og byggð á þekkingu og reynslu. Starfsfólk Prókúru hefur áralanga reynslu af vinnslu ársreikninga og sérmenntun í þessum fræðum.
Láttu okkur sjá um að gera ársreikninginn fyrir þitt félag – vel unninn ársreikningur er hverrar krónu virði!
Skattframtöl
Það hvílir skylda á okkur öllum að skila skattframtali einu sinni á ári. Það er nú einu sinni þannig að ríkið fær alltaf sitt með einum eða öðrum hætti og er það sjálfsagt mál. Það er þó einnig sjálfsagt að nýta þær heimildir sem skattalög veita til að lækka skattstofna og þar með þann skatt sem við komum til með að þurfa að greiða.
Í þessu sambandi skiptir miklu máli að þekkja skattalögin vel, fylgjast vel með öllum breytingum sem verða á þeim og þekkja hvernig þær breytingar geta skilað sér inn í veruleika hvers og eins. Undanfarin ár hefur skattkerfið á Íslandi flækst til muna og ekki fyrir alla að ná að fylgjast með.
Við leggjum okkur fram um að þekkja skattaumhverfið og vera á tánum varðandi allar þær breytingar sem verða til hverju sinni. Það getur því margborgað sig fyrir félög og einstaklinga að láta sérfræðinga um gerð framtala.
Ráðgjöf
Hver dagur getur verið öðrum líkur þegar rekstur fyrirtækis er annars vegar.
Öðru hverju rekumst við samt á hindranir eða tækifæri sem taka á hlutum sem við erum hugsanlega óvön að eiga við. Í þeim tilfellum getur verið góður kostur að fá álit hjá aðila sem þekkir til eða er í góðri aðstöðu til að kynna sér málin vel og kryfja til mergjar.
Við hjá Prókúru veitum hvers konar ráðgjöf og okkar mottó er að ef við höfum ekki svörin á reiðum höndum þá finnum við út úr því!